„Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ 24. desember 2012 10:24 MYND/FRÉTTASTOFA „Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
„Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32