„Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ 24. desember 2012 10:24 MYND/FRÉTTASTOFA „Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32