Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:15 Þessir eru af öllum líkindum á leið til Tyrklands. nordicphotos/afp Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00