Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 28-28 Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 22. nóvember 2012 14:07 Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. HK byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í 1-4. Afturelding vann sig þó hægt og sígandi inn í leikinn og náði að jafna í stöðunni 7-7. Í kjölfarið náðu heimamenn smá tökum á leiknum og leiddu fram að hálfleik. Mestur var munurinn þrjú mörk, 14-11, en tveim mörkum munaði í hálfleik. 15-13. Heimamenn voru beittari á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur af seinni hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk, 22-17. Þá var Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það svínvirkaði því HK komst í kjölfarið á mikið flug. Leikmenn fóru að taka á heimamönnum í vörninni og það skilaði hraðaupphlaupum. HK náði að jafna, 22-22, þegar 13 mínútur voru eftir og spennandi lokakafli fram undan. Þeir komust svo yfir og gott betur því HK náði þriggja marka forskoti, 23-26. 9-1 kafli hjá þeim sem var með ólíkindum. Héldu flestir að heimamenn væru bugaðir en svo var alls ekki. Þeir rifu sig upp á afturendanum og náðu að jafna, 27-27, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Bæði lið skoruðu eitt í viðbót og þar við sat. HK fékk síðustu sóknina en hún var skelfilega útfærð. Liðið kom ekki skoti á markið. Jafnteflið líklega sanngjarnt þegar upp var staðið í þessum skrautlega leik. Leikurinn var hrikalega kaflaskiptur. Bæði lið skiptust á að eiga góða og slæma kafla. Garðar Svansson HK-ingur heillaði mig þó mest í þessum leik. Bjarki Már Elísson var öflugur hjá HK sem og Ólafur Víðir og Atli Karl. Arnór átti flotta spretti í markinu. Örn Ingi dró vagninn lengi vel hjá heimamönnum og Pétur Júníusson kom sterkur inn. Svo varði Davíð oft vel.Reynir: Við fórum inn í okkur "Við vorum með fimm marka forskot í seinni hálfleik og því er ég svekktur. Að sama skapi er ég ánægður að ná jafntefli úr því sem komið er. Strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í vetur. "Það var mikilvægt að brjóta ísinn og næst kemur sigur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við leikinn. Sóknarleikurinn var flottur. Við áttum inni í varnarleiknum en hann var miklu betri í seinni hálfleik. "Við erum að læra að vinna og það mun koma með tíð og tíma að læra að halda svona forskoti. Við fórum inn í okkur í stað þess að vera ákveðnir og sækja mörk. Ég tek samt ekki af strákunum að þeir komu til baka. Samt er það eðlilega svekkjandi að vinna ekki."Kristinn: Áttum að klára þetta Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, vissi ekki alveg hvernig honum átti að líða eftir þennan rússibanaleik. "Ég veit ekki alveg hvernig mér líður en á endanum er ég temmilega sáttur við þetta. Það er ekkert grín að spila við Aftureldingu," sagði Kristinn en hans lið tók heldur betur við sér í stöðunni 22-17. "Þá bara vöknuðum við til lífsins. Fórum að gera hlutina almennilega og berja frá okkur. Það er samt sorglegt að falla í sömu gryfjuna og fyrr í leiknum undir lokin. Við áttum að klára þetta eftir að hafa náð 9-1 kafla. "Þetta var rússibani en það var margt jákvætt í okkar leik að þessu sinni. Strákar í liðinu sýndu karakter og neituðu að tapa. Ég er mjög ánægður með það. Með slíkt vopn í höndunum er hægt að gera ýmislegt." Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. HK byrjaði leikinn mun betur og komst fljótt í 1-4. Afturelding vann sig þó hægt og sígandi inn í leikinn og náði að jafna í stöðunni 7-7. Í kjölfarið náðu heimamenn smá tökum á leiknum og leiddu fram að hálfleik. Mestur var munurinn þrjú mörk, 14-11, en tveim mörkum munaði í hálfleik. 15-13. Heimamenn voru beittari á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur af seinni hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk, 22-17. Þá var Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það svínvirkaði því HK komst í kjölfarið á mikið flug. Leikmenn fóru að taka á heimamönnum í vörninni og það skilaði hraðaupphlaupum. HK náði að jafna, 22-22, þegar 13 mínútur voru eftir og spennandi lokakafli fram undan. Þeir komust svo yfir og gott betur því HK náði þriggja marka forskoti, 23-26. 9-1 kafli hjá þeim sem var með ólíkindum. Héldu flestir að heimamenn væru bugaðir en svo var alls ekki. Þeir rifu sig upp á afturendanum og náðu að jafna, 27-27, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Bæði lið skoruðu eitt í viðbót og þar við sat. HK fékk síðustu sóknina en hún var skelfilega útfærð. Liðið kom ekki skoti á markið. Jafnteflið líklega sanngjarnt þegar upp var staðið í þessum skrautlega leik. Leikurinn var hrikalega kaflaskiptur. Bæði lið skiptust á að eiga góða og slæma kafla. Garðar Svansson HK-ingur heillaði mig þó mest í þessum leik. Bjarki Már Elísson var öflugur hjá HK sem og Ólafur Víðir og Atli Karl. Arnór átti flotta spretti í markinu. Örn Ingi dró vagninn lengi vel hjá heimamönnum og Pétur Júníusson kom sterkur inn. Svo varði Davíð oft vel.Reynir: Við fórum inn í okkur "Við vorum með fimm marka forskot í seinni hálfleik og því er ég svekktur. Að sama skapi er ég ánægður að ná jafntefli úr því sem komið er. Strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í vetur. "Það var mikilvægt að brjóta ísinn og næst kemur sigur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við leikinn. Sóknarleikurinn var flottur. Við áttum inni í varnarleiknum en hann var miklu betri í seinni hálfleik. "Við erum að læra að vinna og það mun koma með tíð og tíma að læra að halda svona forskoti. Við fórum inn í okkur í stað þess að vera ákveðnir og sækja mörk. Ég tek samt ekki af strákunum að þeir komu til baka. Samt er það eðlilega svekkjandi að vinna ekki."Kristinn: Áttum að klára þetta Kristni Guðmundssyni, þjálfara HK, vissi ekki alveg hvernig honum átti að líða eftir þennan rússibanaleik. "Ég veit ekki alveg hvernig mér líður en á endanum er ég temmilega sáttur við þetta. Það er ekkert grín að spila við Aftureldingu," sagði Kristinn en hans lið tók heldur betur við sér í stöðunni 22-17. "Þá bara vöknuðum við til lífsins. Fórum að gera hlutina almennilega og berja frá okkur. Það er samt sorglegt að falla í sömu gryfjuna og fyrr í leiknum undir lokin. Við áttum að klára þetta eftir að hafa náð 9-1 kafla. "Þetta var rússibani en það var margt jákvætt í okkar leik að þessu sinni. Strákar í liðinu sýndu karakter og neituðu að tapa. Ég er mjög ánægður með það. Með slíkt vopn í höndunum er hægt að gera ýmislegt."
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita