List þýðandans að vera ósýnilegur 13. nóvember 2012 10:22 Arnar Matthíasson les úr þýðingu sinni nútíminn er trunta á súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira