Tónlist

Á­hrifa­mikill óður til Grind­víkinga

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að? Eða, er það kannski fólkið á þessum stað.
Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að? Eða, er það kannski fólkið á þessum stað.

Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ.

Lagið er að finna á plötunni Grindavík sem inniheldur 33 lög sem Halldór samdi fyrir samnefnda heimildarþáttaseríu sem var sýnd á Stöð 2 í fyrra og er að finna á Sýn+.

Halldór gaf plötuna út í gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

„Hafið eða fjöllin“ í flutningi þeirra félaga er kynngimagnað og í tónlistarmyndbandinu má sjá myndefni af Grindavík sem Egill Birgisson klippti úr heimildarþáttunum Grindavík.

Áhrifin á körfuboltann í Grindavík

Heimildarþáttaserían Grindavík fjallar um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins. 

Framleiðandinn Garðar Örn Arnarson gerði þættina ásamt Sigurði Má Davíðssyni sem fylgdi leikmönnum Grindavíkur vel eftir í marga mánuði. 

Þættirnir voru verðlaunaðir á Íslensku sjónvarpsverðlaununum í síðasta mánuði sem heimildaefni ársins 2024 og var sömuleiðis valið íþróttaefni ársins á síðasta ári.


Tengdar fréttir

„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“

Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi.

Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti

Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.