Ekkert óvænt í Lengjubikarnum - úrslit og stigaskor kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 20:45 Elvar Már Friðriksson. Mynd/Valli Snæfell, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru öll áfram með fullt hús í Lengjubikarnum eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Njarðvík var síðan fjórða sigurlið kvöldsins.Snæfell vann 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 89-78. Snæfell var 13 stigum yfir í hálfleik, 46-33, en heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur stig, 58-62, með flottum þriðja leikhluta. Hólmarar þurftu síðan að hafa fyrir því að landa sigrinum í lokaleikhlutanum en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu.Grindavík vann 25 stiga sigur á Skallagrími, 104-79, í Röstinni í Grindavík og endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Skallanna. Skallagrímsmenn stríddu Grindvíkingum framan af þrátt fyrir að leika án Páls Axels Vilbergssonar. Borgnesingar voru meðal annars átta stigum yfir í hálfleik, 52-44, en Grindavík gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 35-14.Njarðvík vann 35 stiga sigur á Valsmönnum, 102-67, í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem ungu straákarnir, Maciej Baginski og Elvar Már Friðriksson, voru stigahæstir hjá Njarðvíkurliðinu. Valsmenn voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 25-21, en Njarðvík var komið yfir í hálfleik, 49-44, og sigur liðsins var síðan aldrei í hættu eftir að Njarðvíkingar unnu þriðja leikhlutann. Það var minni spenna en í framlengdum deildarleik liðanna fyrir skömmu þeir Þór vann 24 stiga sigur á ÍR í Þorlákshöfn, 100-76. Þórsarar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann 30-13. Þórsliðið var síðan komið 19 stigum yfir, 77-58, fyrir lokaleikhlutann og fjórði leikhlutinn nánast formsatriði. Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Fyrirtækjabikar karla, A-riðillGrindavík-Skallagrímur 104-79 (21-27, 23-25, 35-14, 25-13)Grindavík: Samuel Zeglinski 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Davíð Ingi Bustion 6.Skallagrímur: Carlos Medlock 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Haminn Quaintance 18/13 fráköst, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst, Sigmar Egilsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 9, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.Fyrirtækjabikar karla, B-riðillHamar-Snæfell 78-89 (15-17, 18-29, 25-16, 20-28)Hamar: Jerry Lewis Hollis 27/8 fráköst, Hjalti Valur Þorsteinsson 11/4 fráköst, Lárus Jónsson 9, Örn Sigurðarson 9/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 9/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 5, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Halldór Gunnar Jónsson 4.Snæfell: Jay Threatt 21/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sveinn Arnar Davidsson 12, Asim McQueen 12/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 10, Jón Ólafur Jónsson 9/5 fráköst, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/5 fráköst.Fyrirtækjabikar karla, D-riðillNjarðvík-Valur 102-69 (21-25, 28-19, 29-8, 24-17)Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 18, Elvar Már Friðriksson 17/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 14/5 fráköst, Marcus Van 10/9 fráköst/3 varin skot, Jeron Belin 9, Óli Ragnar Alexandersson 6/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 6, Ágúst Orrason 4, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 2/6 fráköstValur: Chris Woods 28/11 fráköst, Kristinn Ólafsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/6 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 6/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 1/7 fráköst.Þór Þ.-ÍR 100-76 (24-27, 30-13, 23-18, 23-18)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 20/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stolnir, Robert Diggs 12/11 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Guðmundur Jónsson 2 .ÍR: Eric James Palm 17/4 fráköst, Nemanja Sovic 17/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 11/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, D'Andre Jordan Williams 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst, Tómas Aron Viggóson 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Ellert Arnarson 2, Þorgrímur Emilsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Snæfell, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru öll áfram með fullt hús í Lengjubikarnum eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Njarðvík var síðan fjórða sigurlið kvöldsins.Snæfell vann 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 89-78. Snæfell var 13 stigum yfir í hálfleik, 46-33, en heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur stig, 58-62, með flottum þriðja leikhluta. Hólmarar þurftu síðan að hafa fyrir því að landa sigrinum í lokaleikhlutanum en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu.Grindavík vann 25 stiga sigur á Skallagrími, 104-79, í Röstinni í Grindavík og endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Skallanna. Skallagrímsmenn stríddu Grindvíkingum framan af þrátt fyrir að leika án Páls Axels Vilbergssonar. Borgnesingar voru meðal annars átta stigum yfir í hálfleik, 52-44, en Grindavík gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 35-14.Njarðvík vann 35 stiga sigur á Valsmönnum, 102-67, í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem ungu straákarnir, Maciej Baginski og Elvar Már Friðriksson, voru stigahæstir hjá Njarðvíkurliðinu. Valsmenn voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 25-21, en Njarðvík var komið yfir í hálfleik, 49-44, og sigur liðsins var síðan aldrei í hættu eftir að Njarðvíkingar unnu þriðja leikhlutann. Það var minni spenna en í framlengdum deildarleik liðanna fyrir skömmu þeir Þór vann 24 stiga sigur á ÍR í Þorlákshöfn, 100-76. Þórsarar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann 30-13. Þórsliðið var síðan komið 19 stigum yfir, 77-58, fyrir lokaleikhlutann og fjórði leikhlutinn nánast formsatriði. Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Fyrirtækjabikar karla, A-riðillGrindavík-Skallagrímur 104-79 (21-27, 23-25, 35-14, 25-13)Grindavík: Samuel Zeglinski 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Davíð Ingi Bustion 6.Skallagrímur: Carlos Medlock 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Haminn Quaintance 18/13 fráköst, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst, Sigmar Egilsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 9, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.Fyrirtækjabikar karla, B-riðillHamar-Snæfell 78-89 (15-17, 18-29, 25-16, 20-28)Hamar: Jerry Lewis Hollis 27/8 fráköst, Hjalti Valur Þorsteinsson 11/4 fráköst, Lárus Jónsson 9, Örn Sigurðarson 9/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 9/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 5, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Halldór Gunnar Jónsson 4.Snæfell: Jay Threatt 21/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sveinn Arnar Davidsson 12, Asim McQueen 12/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 10, Jón Ólafur Jónsson 9/5 fráköst, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/5 fráköst.Fyrirtækjabikar karla, D-riðillNjarðvík-Valur 102-69 (21-25, 28-19, 29-8, 24-17)Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 18, Elvar Már Friðriksson 17/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 14/5 fráköst, Marcus Van 10/9 fráköst/3 varin skot, Jeron Belin 9, Óli Ragnar Alexandersson 6/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 6, Ágúst Orrason 4, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 2/6 fráköstValur: Chris Woods 28/11 fráköst, Kristinn Ólafsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/6 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 6/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 1/7 fráköst.Þór Þ.-ÍR 100-76 (24-27, 30-13, 23-18, 23-18)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 20/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stolnir, Robert Diggs 12/11 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Guðmundur Jónsson 2 .ÍR: Eric James Palm 17/4 fráköst, Nemanja Sovic 17/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 11/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, D'Andre Jordan Williams 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst, Tómas Aron Viggóson 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Ellert Arnarson 2, Þorgrímur Emilsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira