Hin uppfærða afstæðiskenning Tryggvi Guðmundsson skrifar 12. október 2012 13:48 Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum. Flestum ætti að vera ljóst að röksemdarfærslan hér að ofan er meingölluð. Vísað er í gögn varðandi umræðuefnið en þau síðan afskræmd til að færa rök fyrir ákveðnum málstað. Ljóst má þykja að haustið mun koma þrátt fyrir lengri tíma tilgátur um veðurfar og það að septembermánuður sé kaldari en ágúst og júlí segir okkur ekkert um lengri tíma sveiflur. En hvers vegna virðist slík röksemdarfærsla vera að fullu viðurkennd þegar talið berst að efnahagsmálum? Nú þegar kosningar eru á næsta leiti má gera ráð fyrir að tal um meintan efnahagsbata, eða skort þar á, muni ná nýjum hæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar berjast um að sannfæra almenning um eigið ágæti. Fylgjendur sitjandi ríkisstjórnar munu tala um aukinn hagvöxt, lægra atvinnuleysi og batnandi viðskiptajöfnuð meðan stjórandstöðusinnar munu hvessa brýnnar og lýsa yfir áhyggjum af háum skuldum, skattpíningu og óásættanlegum hagvexti. Hvað á hinn almenni kjósandi að halda? Eina leiðin út úr þessari blindgötu er að almenningur geri kröfu um að stjórnmálamenn, og samhangendur þeirra, vísi til sterkari gagna og samhengis þegar þeir færa rök fyrir máli sínu. Af orðræðunni að dæma mætti ætla að allt væri afstætt í efnahagsmálum og að eðlilegt sé að grípa til hagtalna úr lausu lofti með engu samhengi. Svo er ekki. Góður byrjunarreitur fyrir samhengi varðandi efnahagsmál Íslands er hin umtalaða bók þeirra Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff, This Time Is Different. Þó bókin sé alls ekki gallalaus má lesa út úr henni hvernig hinn dæmigerði bati - ef svo má að orðið komast - lítur út í kjölfar fjármálakreppa. Þekktasti punktur bókarinnar er að bati eftir fjármálakreppur tekur lengri tíma en eftir hefðbundnar niðursveiflur í hagkerfinu. Samkvæmt úrtaki þeirra Reinhart og Rogoff lækkar landsframleiðsla að meðaltali í tæp tvö ár í kjölfar stórra fjármálakrísa og nemur meðallækkunin rúmlega 9%. Í sambærilegri rannsókn þeirra Moritz Schularick og Alan Taylor er komist að svipaðri niðurstöðu þar sem samdráttur varir í um tvö ár eftir alvarlega krísu. Á Íslandi lækkaði landsframleiðsla í tvö og hálft ár í kjölfar hrunsins og nam lækkunin frá toppi til botns um 11%. Svipaða sögu er að segja um atvinnuleysi. Samkvæmt Reinhart og Rogoff nemur meðalhækkun atvinnuleysis sjö prósentustigum eftir krísur og er í hækkunarfasa í tæp fimm ár eftir að krísa skellur á. Á Íslandi varð aukning atvinnuleysis álíka mikil og í meðalkrísu en var ef eitthvað er ögn fljótari að lækka eftir að hafa náð hámarki. Mögulega endurspeglar þetta forgang Íslendinga hvað atvinnu varðar og hlutfallslega meira umburðarlyndi gagnvart verðbólgu. Á sama hátt er hægt að líta til reynslu Íslands hvað varðar aðrar hagstærðir í samhengi við reynslu annarra landa af svipuðum kringumstæðum. Slíkur samanburður verður aldrei fullkominn og mun seint sannfæra alla óákveðna kjósendur um einhvers konar heilagan sannleik. Hann er þó það nálægasta sem við komumst í því að leggja mat á árangur þeirra efnahagsstefna sem við höfum búið við og hversu raunhæfar tillögur mismunandi stjórnmálaflokka eru. Hver er þá niðurstaðan varðandi árangur sitjandi ríkisstjórnar varðandi efnahagsbatann? Fljótt á litið virðist batinn nokkuð í takt, þó ívið hægari, við það sem gengur og gerist eftir kreppur. Líta verður þó til þátta sem gætu skekkt myndina við slíkan samanburð svo sem umfang bankakerfisins, ytri aðstæður og breytt viðhorf stofnana á borð við IMF til fjármagnshafta. Hvað sem því líður þá sýna hin einföldu dæmi hér að ofan að ríkisstjórnin hefur hvorki eyðilagt alla möguleika á efnahagsbata með stefnumálum sínum né heldur verið drifkraftur í undraverðum bata. Ætlunin hér er hins vegar ekki að reikna út lokaeinkunn ríkisstjórnarinnar heldur eingöngu að benda á hversu auðvelt það væri að stuðla að betri umræðu um efnahagsmál með því að almenningur gerði meiri kröfu um rökstuðning frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum. Þá má í lokin nefna að ekki varð hjá því komist að fyrstu árin eftir hrun yrðu ár skattahækkana og útgjaldalækkana, sama hvaða flokkar sætu hér við völd. Mögulega má deila um hversu mikið er reynt á tekjuhlið ríkisreikningsins og hversu mikið á útgjaldahlið en þar yrðu alltaf erfiðar ákvarðanir teknar - þvert á málflutning margra. Ef menn vildu komast hjá skattahækkunum í meira mæli en gert var ber viðkomandi að segja nákvæmlega hvar hefði mátt skera meira niður og ef mönnum finnst útgjöldin hafa verið skorin of geyst niður þá er ekki hjá því komist að segja hvaða skattar hefðu mátt hækka í staðinn. Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.Höfundur er hagfræðingurStundaði doktorsnám við University of Cambridge (2010) Stunda doktorsnám við London School of Economics (2011-2014) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum. Flestum ætti að vera ljóst að röksemdarfærslan hér að ofan er meingölluð. Vísað er í gögn varðandi umræðuefnið en þau síðan afskræmd til að færa rök fyrir ákveðnum málstað. Ljóst má þykja að haustið mun koma þrátt fyrir lengri tíma tilgátur um veðurfar og það að septembermánuður sé kaldari en ágúst og júlí segir okkur ekkert um lengri tíma sveiflur. En hvers vegna virðist slík röksemdarfærsla vera að fullu viðurkennd þegar talið berst að efnahagsmálum? Nú þegar kosningar eru á næsta leiti má gera ráð fyrir að tal um meintan efnahagsbata, eða skort þar á, muni ná nýjum hæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar berjast um að sannfæra almenning um eigið ágæti. Fylgjendur sitjandi ríkisstjórnar munu tala um aukinn hagvöxt, lægra atvinnuleysi og batnandi viðskiptajöfnuð meðan stjórandstöðusinnar munu hvessa brýnnar og lýsa yfir áhyggjum af háum skuldum, skattpíningu og óásættanlegum hagvexti. Hvað á hinn almenni kjósandi að halda? Eina leiðin út úr þessari blindgötu er að almenningur geri kröfu um að stjórnmálamenn, og samhangendur þeirra, vísi til sterkari gagna og samhengis þegar þeir færa rök fyrir máli sínu. Af orðræðunni að dæma mætti ætla að allt væri afstætt í efnahagsmálum og að eðlilegt sé að grípa til hagtalna úr lausu lofti með engu samhengi. Svo er ekki. Góður byrjunarreitur fyrir samhengi varðandi efnahagsmál Íslands er hin umtalaða bók þeirra Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff, This Time Is Different. Þó bókin sé alls ekki gallalaus má lesa út úr henni hvernig hinn dæmigerði bati - ef svo má að orðið komast - lítur út í kjölfar fjármálakreppa. Þekktasti punktur bókarinnar er að bati eftir fjármálakreppur tekur lengri tíma en eftir hefðbundnar niðursveiflur í hagkerfinu. Samkvæmt úrtaki þeirra Reinhart og Rogoff lækkar landsframleiðsla að meðaltali í tæp tvö ár í kjölfar stórra fjármálakrísa og nemur meðallækkunin rúmlega 9%. Í sambærilegri rannsókn þeirra Moritz Schularick og Alan Taylor er komist að svipaðri niðurstöðu þar sem samdráttur varir í um tvö ár eftir alvarlega krísu. Á Íslandi lækkaði landsframleiðsla í tvö og hálft ár í kjölfar hrunsins og nam lækkunin frá toppi til botns um 11%. Svipaða sögu er að segja um atvinnuleysi. Samkvæmt Reinhart og Rogoff nemur meðalhækkun atvinnuleysis sjö prósentustigum eftir krísur og er í hækkunarfasa í tæp fimm ár eftir að krísa skellur á. Á Íslandi varð aukning atvinnuleysis álíka mikil og í meðalkrísu en var ef eitthvað er ögn fljótari að lækka eftir að hafa náð hámarki. Mögulega endurspeglar þetta forgang Íslendinga hvað atvinnu varðar og hlutfallslega meira umburðarlyndi gagnvart verðbólgu. Á sama hátt er hægt að líta til reynslu Íslands hvað varðar aðrar hagstærðir í samhengi við reynslu annarra landa af svipuðum kringumstæðum. Slíkur samanburður verður aldrei fullkominn og mun seint sannfæra alla óákveðna kjósendur um einhvers konar heilagan sannleik. Hann er þó það nálægasta sem við komumst í því að leggja mat á árangur þeirra efnahagsstefna sem við höfum búið við og hversu raunhæfar tillögur mismunandi stjórnmálaflokka eru. Hver er þá niðurstaðan varðandi árangur sitjandi ríkisstjórnar varðandi efnahagsbatann? Fljótt á litið virðist batinn nokkuð í takt, þó ívið hægari, við það sem gengur og gerist eftir kreppur. Líta verður þó til þátta sem gætu skekkt myndina við slíkan samanburð svo sem umfang bankakerfisins, ytri aðstæður og breytt viðhorf stofnana á borð við IMF til fjármagnshafta. Hvað sem því líður þá sýna hin einföldu dæmi hér að ofan að ríkisstjórnin hefur hvorki eyðilagt alla möguleika á efnahagsbata með stefnumálum sínum né heldur verið drifkraftur í undraverðum bata. Ætlunin hér er hins vegar ekki að reikna út lokaeinkunn ríkisstjórnarinnar heldur eingöngu að benda á hversu auðvelt það væri að stuðla að betri umræðu um efnahagsmál með því að almenningur gerði meiri kröfu um rökstuðning frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum. Þá má í lokin nefna að ekki varð hjá því komist að fyrstu árin eftir hrun yrðu ár skattahækkana og útgjaldalækkana, sama hvaða flokkar sætu hér við völd. Mögulega má deila um hversu mikið er reynt á tekjuhlið ríkisreikningsins og hversu mikið á útgjaldahlið en þar yrðu alltaf erfiðar ákvarðanir teknar - þvert á málflutning margra. Ef menn vildu komast hjá skattahækkunum í meira mæli en gert var ber viðkomandi að segja nákvæmlega hvar hefði mátt skera meira niður og ef mönnum finnst útgjöldin hafa verið skorin of geyst niður þá er ekki hjá því komist að segja hvaða skattar hefðu mátt hækka í staðinn. Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.Höfundur er hagfræðingurStundaði doktorsnám við University of Cambridge (2010) Stunda doktorsnám við London School of Economics (2011-2014)
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun