Þórsarar lögðu ÍR-inga í framlengdum leik | Myndir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2012 23:21 Myndir / Valgarður Gíslason Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti