Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2012 21:20 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti