Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 15:06 Þórður Rafn Gissurarson. Mynd/Seth GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Þórður Rafn hefur lent í smá basli í upphafi lokadagsins því hann er búinn að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum eftir að hafa ekki tapað höggi á 27 holum þar á undan. Þórður Rafn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari en hann fékk þá þrjá fugla og paraði hinar fimmtán holurnar. Þórður Rafn paraði líka síðustu níu holurnar á öðrum degi keppninnar. Þórður Rafn var því búinn að leika 27 holur í röð án þess að fá skolla þegar hann fékk skolla á fyrstu holunni í dag. Hann fékk fugl á þriðju holunni en síðan annan skolla á þeirri fjórðu. Nú er að sjá hvort Þórður Rafn nái að fylgja efstu mönnum eftir. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru báðir á einu höggi undir pari og þar með á sex höggum undir pari samanlagt. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Þórður Rafn hefur lent í smá basli í upphafi lokadagsins því hann er búinn að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum eftir að hafa ekki tapað höggi á 27 holum þar á undan. Þórður Rafn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari en hann fékk þá þrjá fugla og paraði hinar fimmtán holurnar. Þórður Rafn paraði líka síðustu níu holurnar á öðrum degi keppninnar. Þórður Rafn var því búinn að leika 27 holur í röð án þess að fá skolla þegar hann fékk skolla á fyrstu holunni í dag. Hann fékk fugl á þriðju holunni en síðan annan skolla á þeirri fjórðu. Nú er að sjá hvort Þórður Rafn nái að fylgja efstu mönnum eftir. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru báðir á einu höggi undir pari og þar með á sex höggum undir pari samanlagt.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira