Alonso náði ráspól í rigningunni á Silverstone Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júlí 2012 14:54 Schumacher var sáttur með þriðja sætið og Alonso gaf stuðningsmönnum sínum lof í lófa. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari verður á ráspól í breska kappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur í tímatökum í dag sem hófust aftur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Úrhelli gerði rétt áður en lota tvö hófst svo tímatökunni var frestað vegna aðstæðna. Alonso ók svo hraðast í síðustu lotunni og Ferrari bíllinn leit vel út og Spánverjinn þurfti ekki að berjast mikið fyrir veggripi. Þetta er fyrsti ráspóll Alonso síðan árið 2010. Felipe Massa, liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, náði besta árangri sínum í ár í tímatökum. Hann ræsir fimmti. McLaren liðið náði ekki að laga sig að aðstæðum. Lewis Hamilton ræsir áttundi og Jenson Button var óheppinn í fyrstu lotunni og ræstir átjándi í kappakstrinum á morgun. Annar á ráslínu verður Mark Webber á Red Bull og þriðji verður Michael Schumacher á Mercedes. Sebastian Vettel ræsir svo fjórði á undan Massa. Þá ræsir Kimi Raikkönen sjötti og Pastor Maldonado sjöundi. Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus ræsa í níunda og tíunda sæti. Sá síðastnefndi átti í vandræðum í lokalotunni og skautaði útaf svo hann gat ekki haldið áfram. Forvitnilegt verður að sjá í hvernig ástandi regndekk liðanna verður í kappakstrinum á morgun. Hver ökuþór fær aðeins tvo umganga af regndekkjum til að nota alla helgina og nú þegar eru dekkin örugglega orðin nokkuð slitin. Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari verður á ráspól í breska kappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur í tímatökum í dag sem hófust aftur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Úrhelli gerði rétt áður en lota tvö hófst svo tímatökunni var frestað vegna aðstæðna. Alonso ók svo hraðast í síðustu lotunni og Ferrari bíllinn leit vel út og Spánverjinn þurfti ekki að berjast mikið fyrir veggripi. Þetta er fyrsti ráspóll Alonso síðan árið 2010. Felipe Massa, liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, náði besta árangri sínum í ár í tímatökum. Hann ræsir fimmti. McLaren liðið náði ekki að laga sig að aðstæðum. Lewis Hamilton ræsir áttundi og Jenson Button var óheppinn í fyrstu lotunni og ræstir átjándi í kappakstrinum á morgun. Annar á ráslínu verður Mark Webber á Red Bull og þriðji verður Michael Schumacher á Mercedes. Sebastian Vettel ræsir svo fjórði á undan Massa. Þá ræsir Kimi Raikkönen sjötti og Pastor Maldonado sjöundi. Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus ræsa í níunda og tíunda sæti. Sá síðastnefndi átti í vandræðum í lokalotunni og skautaði útaf svo hann gat ekki haldið áfram. Forvitnilegt verður að sjá í hvernig ástandi regndekk liðanna verður í kappakstrinum á morgun. Hver ökuþór fær aðeins tvo umganga af regndekkjum til að nota alla helgina og nú þegar eru dekkin örugglega orðin nokkuð slitin.
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira