Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júní 2012 14:16 Alonso var sáttur með sigurinn á heimavelli. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu. Formúla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu.
Formúla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira