Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 26. júní 2012 14:00 Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar