Hámarkshraði lækkaður vegna hestamóts 26. júní 2012 15:47 Myndin er úr safni. Landsmót hestamanna stendur nú yfir í Víðidal í Reykjavík, en því lýkur sunnudaginn 1. júlí. Búast má við mikilli umferð á og við svæðið, en hámarkshraði á Breiðholtsbraut hefur verið lækkaður vegna þessa og er nú 50 samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Von er á þúsundum gesta á mótið og því gæti orðið þar þröngt á þingi um helgina. Þeir sem ekki eru hestaáhugamenn ættu því að íhuga þann möguleika að sneiða hjá Breiðholtsbraut þessa daga. Ekki síst þeir sem eru á leiðinni úr bænum. Fyrir þá kann að vera skynsamlegra að leggja á sig eilítið lengri leið, sem þó gæti reynst mun fljótfarnari. Mótsgestir eru að sjálfsögðu minntir á nauðsyn þess að ökutækjum sé lagt löglega. Illa og ólöglega lagðir bílar skapa oft vandræði fyrir gangandi vegfarendur svo ekki sé nú talað um neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs þegar hætta er á ferðum. Lögreglan mun fylgjast með að eftir þessu verði farið og einnig halda upp öðru eftirliti, t.d. vegna ölvunaraksturs. Hún verður því vel sýnileg á og við mótssvæðið en innan þess standa mótshaldarar einnig fyrir öflugri öryggisgæslu. Sem fyrr er þó mikilvægasta af öllu að fólk hafi góða skapið meðferðis, hvort sem það er á Landsmóti hestmanna eða annars staðar. Og verði tafir í umferðinni munum þá að þolinmæði þrautir vinnur allar. Scroll-Landsmot Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Landsmót hestamanna stendur nú yfir í Víðidal í Reykjavík, en því lýkur sunnudaginn 1. júlí. Búast má við mikilli umferð á og við svæðið, en hámarkshraði á Breiðholtsbraut hefur verið lækkaður vegna þessa og er nú 50 samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Von er á þúsundum gesta á mótið og því gæti orðið þar þröngt á þingi um helgina. Þeir sem ekki eru hestaáhugamenn ættu því að íhuga þann möguleika að sneiða hjá Breiðholtsbraut þessa daga. Ekki síst þeir sem eru á leiðinni úr bænum. Fyrir þá kann að vera skynsamlegra að leggja á sig eilítið lengri leið, sem þó gæti reynst mun fljótfarnari. Mótsgestir eru að sjálfsögðu minntir á nauðsyn þess að ökutækjum sé lagt löglega. Illa og ólöglega lagðir bílar skapa oft vandræði fyrir gangandi vegfarendur svo ekki sé nú talað um neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs þegar hætta er á ferðum. Lögreglan mun fylgjast með að eftir þessu verði farið og einnig halda upp öðru eftirliti, t.d. vegna ölvunaraksturs. Hún verður því vel sýnileg á og við mótssvæðið en innan þess standa mótshaldarar einnig fyrir öflugri öryggisgæslu. Sem fyrr er þó mikilvægasta af öllu að fólk hafi góða skapið meðferðis, hvort sem það er á Landsmóti hestmanna eða annars staðar. Og verði tafir í umferðinni munum þá að þolinmæði þrautir vinnur allar.
Scroll-Landsmot Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira