Aðgát skal höfð í nærveru sálar Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa 10. júní 2012 11:50 Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun