Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2012 11:15 Sterkir geislar sólar, þegar UV-stuðull fer yfir 5, eru 25 mínútur að brenna viðkvæma húð. Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira