Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 23-26 | HK leiðir einvígið 1-0 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 1. maí 2012 13:29 mynd/daníel HK vann magnaðan útisigur á FH í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla. Kópavogsbúar mun grimmari allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Leikmenn HK mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Þeir spiluðu frábæra vörn með Björn Inga í fantastuði þar fyrir aftan. Í sókninni tættu þeir vörn FH-inga í sig og eftir 9 mínútna leik voru þeir komnir með 1-6 forskot. Þá var þjálfurum FH nóg boðið og þeir tóku leikhlé. FH endurskipulagði sinn leik og smám saman komu þeir sér inn í leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks munaði ekki nema þrem mörkum á liðunum, 10-13. HK byrjaði síðari hálfleik af sama trukki og þann fyrri og var fljótt komið aftur með sex marka forskot, 11-17. Þegar Pálmar Pétursson kom í markið og varði nokkra bolta náði FH að vinna sig aftur inn í leikinn. Þó ekki lengi því HK steig á bensínið fljótt aftur og leiddi með fimm mörkum, 16-21, þegar tíu mínútur voru eftir. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum náði FH að minnka muninn í þrjú mörk, 19-22, og vonarglæta fyrir FH. Áhorfendur tóku við sér og allt vitlaust á pöllunum. Björn Ingi lokaði þá markinu hjá HK og sá til þess að sínir menn innbyrtu sigur. Tandri og Ólafur Bjarki sterkir fyrir utan og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Hausinn var rétt stilltur á HK í þessum leik. Þeir voru tilbúnir að deyja fyrir sigurinn á meðan FH-ingar voru allt of ragir lengi vel. Mikið munaði um það hjá FH að Ólafur Gústafsson var heillum horfinn í leiknum og FH á hann inni í næsta leik. Hann má ekki bjóða upp á slíkan leik næst. Örn Ingi og Hjalti allt í öllu í þessu FH-liði og Ragnar átti fína spretti. Tandri: Hrikalega gott sjálfstraust í liðinuTandri á ferðinni í dag.mynd/daníelTandri Már Konráðsson átti úrvalsleik fyrir HK í dag og skoraði sex flott mörk og mörg hver með glæsilegum þrumuskotum. "Við byrjuðum hrikalega vel og keyrum hratt allan leikinn. Það skilaði sér. Við lögðum upp með að taka frumkvæði í vörninni og það gekk vel. Þá gátum við keyrt hraðaupphlaup og það er alltaf rosalega gott að fá ódýr mörk," sagði Tandri kátur. "Það er hrikalega gott sjálfstraust í liðinu og allir tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Við ætlum að gera allt sem við getum til þess að fá bikarinn í Kópavog. "Það hjálpar okkur líka að það býst enginn við því að við munum vinna þetta og því engin pressa á okkur þannig séð. Við erum algjörlega klárir og gott að vera komnir með heimavallarréttinn. "Stuðningsmennirnir voru frábærir og okkar áttundi maður í dag. Við sækjum stemningu og orku frá þeim. Það var snilld að spila fyrir þetta fólk í dag og þeir ætla að fylla Höllina sem sumir kalla Kolaportið reyndar. Það verður rosaleg stemning í næsta leik." Pálmar: Vorum eins og aumingjarÖrn Ingi var bestur í liði FH.mynd/daníel"Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu. Það var skelfileg byrjun sem fór með þetta hjá okkur. Við vorum að elta allan leikinn. Þeir mættu eins og menn frá upphafi en við vorum eins og aumingjar fyrstu tíu mínúturnar. Héldum að þetta kæmi af sjálfu sér," sagði markvörður FH, Pálmar Pétursson, sem varði nokkra góða bolta í síðari hálfleik en það dugði ekki til að koma FH upp að hlið HK í leiknum. "HK er allt of gott lið til þess að við getum keyrt yfir þá. Þessi byrjun fór alveg með okkur og bilið var of stórt til að brúa. "Sóknarleikurinn var líka skelfilegur og svo var Bjössi frábær í markinu hjá þeim. Hann vann markmannseinvígið í dag og það skildi á milli. Hann kláraði þetta undir lokin og var flottur allan leikinn. "Það getur verið dýrt að tapa heimavallarréttinum. Við unnum hann í fyrsta leik í fyrra og þekkjum það. Við verðum að gjöra svo vel en að girða okkur í brók og sýna smá pung í næsta leik. HK var betra í dag og við verðum að vera betri næst." Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
HK vann magnaðan útisigur á FH í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla. Kópavogsbúar mun grimmari allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Leikmenn HK mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Þeir spiluðu frábæra vörn með Björn Inga í fantastuði þar fyrir aftan. Í sókninni tættu þeir vörn FH-inga í sig og eftir 9 mínútna leik voru þeir komnir með 1-6 forskot. Þá var þjálfurum FH nóg boðið og þeir tóku leikhlé. FH endurskipulagði sinn leik og smám saman komu þeir sér inn í leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks munaði ekki nema þrem mörkum á liðunum, 10-13. HK byrjaði síðari hálfleik af sama trukki og þann fyrri og var fljótt komið aftur með sex marka forskot, 11-17. Þegar Pálmar Pétursson kom í markið og varði nokkra bolta náði FH að vinna sig aftur inn í leikinn. Þó ekki lengi því HK steig á bensínið fljótt aftur og leiddi með fimm mörkum, 16-21, þegar tíu mínútur voru eftir. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum náði FH að minnka muninn í þrjú mörk, 19-22, og vonarglæta fyrir FH. Áhorfendur tóku við sér og allt vitlaust á pöllunum. Björn Ingi lokaði þá markinu hjá HK og sá til þess að sínir menn innbyrtu sigur. Tandri og Ólafur Bjarki sterkir fyrir utan og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Hausinn var rétt stilltur á HK í þessum leik. Þeir voru tilbúnir að deyja fyrir sigurinn á meðan FH-ingar voru allt of ragir lengi vel. Mikið munaði um það hjá FH að Ólafur Gústafsson var heillum horfinn í leiknum og FH á hann inni í næsta leik. Hann má ekki bjóða upp á slíkan leik næst. Örn Ingi og Hjalti allt í öllu í þessu FH-liði og Ragnar átti fína spretti. Tandri: Hrikalega gott sjálfstraust í liðinuTandri á ferðinni í dag.mynd/daníelTandri Már Konráðsson átti úrvalsleik fyrir HK í dag og skoraði sex flott mörk og mörg hver með glæsilegum þrumuskotum. "Við byrjuðum hrikalega vel og keyrum hratt allan leikinn. Það skilaði sér. Við lögðum upp með að taka frumkvæði í vörninni og það gekk vel. Þá gátum við keyrt hraðaupphlaup og það er alltaf rosalega gott að fá ódýr mörk," sagði Tandri kátur. "Það er hrikalega gott sjálfstraust í liðinu og allir tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Við ætlum að gera allt sem við getum til þess að fá bikarinn í Kópavog. "Það hjálpar okkur líka að það býst enginn við því að við munum vinna þetta og því engin pressa á okkur þannig séð. Við erum algjörlega klárir og gott að vera komnir með heimavallarréttinn. "Stuðningsmennirnir voru frábærir og okkar áttundi maður í dag. Við sækjum stemningu og orku frá þeim. Það var snilld að spila fyrir þetta fólk í dag og þeir ætla að fylla Höllina sem sumir kalla Kolaportið reyndar. Það verður rosaleg stemning í næsta leik." Pálmar: Vorum eins og aumingjarÖrn Ingi var bestur í liði FH.mynd/daníel"Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu. Það var skelfileg byrjun sem fór með þetta hjá okkur. Við vorum að elta allan leikinn. Þeir mættu eins og menn frá upphafi en við vorum eins og aumingjar fyrstu tíu mínúturnar. Héldum að þetta kæmi af sjálfu sér," sagði markvörður FH, Pálmar Pétursson, sem varði nokkra góða bolta í síðari hálfleik en það dugði ekki til að koma FH upp að hlið HK í leiknum. "HK er allt of gott lið til þess að við getum keyrt yfir þá. Þessi byrjun fór alveg með okkur og bilið var of stórt til að brúa. "Sóknarleikurinn var líka skelfilegur og svo var Bjössi frábær í markinu hjá þeim. Hann vann markmannseinvígið í dag og það skildi á milli. Hann kláraði þetta undir lokin og var flottur allan leikinn. "Það getur verið dýrt að tapa heimavallarréttinum. Við unnum hann í fyrsta leik í fyrra og þekkjum það. Við verðum að gjöra svo vel en að girða okkur í brók og sýna smá pung í næsta leik. HK var betra í dag og við verðum að vera betri næst."
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita