Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-18 | Akureyringar jöfnuðu metin Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 20. apríl 2012 10:36 Akureyri vann sannfærandi sigur á FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1-deildar karla. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1. FH-ingar byrjuðu reyndar mjög vel og komust í 5-1 forystu. En heimamenn skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og rúlluðu svo yfir Hafnfirðinga í þeim síðari. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi leiks þar sem mikið var um mistök. Það verður að teljast skiljanlegt þar sem mikið var í húfi fyrir bæði lið. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og stóð vörnin þeirra eins og klettur í upphafi leiks og Akureyringar voru í bullandi veseni að finna einhverja leið í gegnum hana. Sóknarleikur FH var einnig öflugur og þar var það Ólafur Gústafsson sem var mest áberandi hjá FH. Eftir um tólf mínútna leik tók Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar leikhlé enda hafði liðið hans þá aðeins skorað eitt mark á móti fimm mörkum FH. Leikhléið og sú ræða sem leikmenn Akureyringa fengu virðist hafa virkað þar sem leikur þeirra hrökk í gang og þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Stuttu fyrir hálfleik jafnaði svo Bjarni Fritzsson leikinn úr hraðaupphlaupi og við það fengu Akureyringar heldur betur auka kraft á meðan FH-ingar virtust algjörlega missa taktinn. Þegar flautað var til hálfleiks voru Akureyringar komnir tveimur mörkum yfir en á lokaspretti hálfleiksins var aðeins eitt lið á vellinum. Taka verður til greina þá staðreynd að FH-ingar fengu þrjár brottvísanir á þessum kafla og hafði það töluverð áhrif. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Akureyringar voru mikið grimmari í öllum aðgerðum á meðan Hafnfirðingar voru alls ekki að finna taktinn. Eftir að staðan hafði verið 11-9 í hálfleik voru Akureyringar búnir að koma sér sex mörkum yfir eftir um tíu mínútna leik, 17-11. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi og lönduðu á endanum öruggum sjö marka sigri. Það var fyrst og fremst vörn Akureyringa og markvarsla sem landaði sigrinum enda voru FH-ingar í stórkostlegum vandræðum að finna leið í gegnum vörn Akureyrar á löngum köflum í leiknum. Sanngjarn sigur í skemmtilegum handboltaleik fyrir framan fullt hús af fólki.Atli Hilmarsson: Gekk betur eftir að við róuðum okkur „Við vorum grimmir í upphafi en greinilega eitthvað pirraðir," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. „Við gerðum fullt af mistökum, bæði í vörn og sókn, sem mér finnst vera sjaldséð hjá okkur. Um leið og við fórum svo að róa okkur niður og halda okkar skipulagi fór þetta að ganga betur." „Við vorum að fá þessi hraðaupphlaupsmörk sem okkur vantaði í Krikanum í fyrsta leiknum. Við vorum svo grátlega nálægt þessu þar - hefðum við fengið okkar hraðaupphlaup þá hefðum við unnið þann leik." „Í dag var allt annað upp á teningnum. Við spiluðum frábæra vörn ef við tökum þessar upphafsmínútur frá og það var með ólíkindum að okkur tókst bæði að jafna metin og komast yfir áður en fyrri hálfleik lauk."Einar Andri: Hættum að spila sem lið Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, átti erfitt með að koma auga á hvað hafi klikkað eftir góða byrjun sinna manna í leiknum. „Við vorum mjög einbeittir og spiluðum rosalega vel í tólf mínútur," sagði hann. „Vörnin var að virka og markvarslan frábær. Akureyringar voru líka að spila illa á þeim tíma þannig að það var alveg vitað þetta myndi jafnast út." „En það er ekki gott að segja hvað gerðist svo. Við hættum að spila sem lið og gerðum of mikið af mistökum. Sveinbjörn varði mjög vel og í mörgum dauðafærum. Sóknarleikur okkar var alls ekki nógu góður en markvarsla Sveinbjarnar hjálpaði ekki til. Við bara bökkuðum undan þeim og þurftum að skjóta lengra frá og þess vegna var þetta erfitt. „Við munum klárlega koma beittari til leiks á okkar heimavelli í Krikanum. Við þurfum að fara yfir nokkra hluti - ekkert sem er óyfirstíganlegt. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og þá munum við spila vel á sunnudaginn."Sveinbjörn: Mómentið með okkur „Þetta er mikill léttir, ég hélt að leikurinn ætlaði aldrei að verða búinn. Við vorum komnir með góða forystu og það stefndi í að við værum að fara að sigla þessu heim. Ég er virkilega ánægður með fókusinn hjá mönnum. Það var alveg sama hver kom inn hjá okkur í dag, það voru allir fókuseraðir algjörlega á verkefnið," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar. „Mómentið bara datt hjá mér. Ég var ekki góður fyrir sunnan og ekki góður fyrstu 15-20 mínúturnar í þessum leik. Liðið átti því talsvert inni hjá mér. Stundum bara smellur þetta og ég náði að koma með sama krafti inn í seinni hálfleikinn en það má ekki taka neitt af vörninni. Þvílík vinna hjá þeim og þeir voru að neyða þá í erfið skot sem ég hirti bara upp. Það vantaði lítið upp á að þetta gengi upp í síðasta leik en það gekk upp í dag og við mætum bara bjartsýnir inn í næsta leik á sunnudaginn. Núna er mómentið með okkur." Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira
Akureyri vann sannfærandi sigur á FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1-deildar karla. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1. FH-ingar byrjuðu reyndar mjög vel og komust í 5-1 forystu. En heimamenn skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og rúlluðu svo yfir Hafnfirðinga í þeim síðari. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi leiks þar sem mikið var um mistök. Það verður að teljast skiljanlegt þar sem mikið var í húfi fyrir bæði lið. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og stóð vörnin þeirra eins og klettur í upphafi leiks og Akureyringar voru í bullandi veseni að finna einhverja leið í gegnum hana. Sóknarleikur FH var einnig öflugur og þar var það Ólafur Gústafsson sem var mest áberandi hjá FH. Eftir um tólf mínútna leik tók Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar leikhlé enda hafði liðið hans þá aðeins skorað eitt mark á móti fimm mörkum FH. Leikhléið og sú ræða sem leikmenn Akureyringa fengu virðist hafa virkað þar sem leikur þeirra hrökk í gang og þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Stuttu fyrir hálfleik jafnaði svo Bjarni Fritzsson leikinn úr hraðaupphlaupi og við það fengu Akureyringar heldur betur auka kraft á meðan FH-ingar virtust algjörlega missa taktinn. Þegar flautað var til hálfleiks voru Akureyringar komnir tveimur mörkum yfir en á lokaspretti hálfleiksins var aðeins eitt lið á vellinum. Taka verður til greina þá staðreynd að FH-ingar fengu þrjár brottvísanir á þessum kafla og hafði það töluverð áhrif. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Akureyringar voru mikið grimmari í öllum aðgerðum á meðan Hafnfirðingar voru alls ekki að finna taktinn. Eftir að staðan hafði verið 11-9 í hálfleik voru Akureyringar búnir að koma sér sex mörkum yfir eftir um tíu mínútna leik, 17-11. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi og lönduðu á endanum öruggum sjö marka sigri. Það var fyrst og fremst vörn Akureyringa og markvarsla sem landaði sigrinum enda voru FH-ingar í stórkostlegum vandræðum að finna leið í gegnum vörn Akureyrar á löngum köflum í leiknum. Sanngjarn sigur í skemmtilegum handboltaleik fyrir framan fullt hús af fólki.Atli Hilmarsson: Gekk betur eftir að við róuðum okkur „Við vorum grimmir í upphafi en greinilega eitthvað pirraðir," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. „Við gerðum fullt af mistökum, bæði í vörn og sókn, sem mér finnst vera sjaldséð hjá okkur. Um leið og við fórum svo að róa okkur niður og halda okkar skipulagi fór þetta að ganga betur." „Við vorum að fá þessi hraðaupphlaupsmörk sem okkur vantaði í Krikanum í fyrsta leiknum. Við vorum svo grátlega nálægt þessu þar - hefðum við fengið okkar hraðaupphlaup þá hefðum við unnið þann leik." „Í dag var allt annað upp á teningnum. Við spiluðum frábæra vörn ef við tökum þessar upphafsmínútur frá og það var með ólíkindum að okkur tókst bæði að jafna metin og komast yfir áður en fyrri hálfleik lauk."Einar Andri: Hættum að spila sem lið Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, átti erfitt með að koma auga á hvað hafi klikkað eftir góða byrjun sinna manna í leiknum. „Við vorum mjög einbeittir og spiluðum rosalega vel í tólf mínútur," sagði hann. „Vörnin var að virka og markvarslan frábær. Akureyringar voru líka að spila illa á þeim tíma þannig að það var alveg vitað þetta myndi jafnast út." „En það er ekki gott að segja hvað gerðist svo. Við hættum að spila sem lið og gerðum of mikið af mistökum. Sveinbjörn varði mjög vel og í mörgum dauðafærum. Sóknarleikur okkar var alls ekki nógu góður en markvarsla Sveinbjarnar hjálpaði ekki til. Við bara bökkuðum undan þeim og þurftum að skjóta lengra frá og þess vegna var þetta erfitt. „Við munum klárlega koma beittari til leiks á okkar heimavelli í Krikanum. Við þurfum að fara yfir nokkra hluti - ekkert sem er óyfirstíganlegt. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og þá munum við spila vel á sunnudaginn."Sveinbjörn: Mómentið með okkur „Þetta er mikill léttir, ég hélt að leikurinn ætlaði aldrei að verða búinn. Við vorum komnir með góða forystu og það stefndi í að við værum að fara að sigla þessu heim. Ég er virkilega ánægður með fókusinn hjá mönnum. Það var alveg sama hver kom inn hjá okkur í dag, það voru allir fókuseraðir algjörlega á verkefnið," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar. „Mómentið bara datt hjá mér. Ég var ekki góður fyrir sunnan og ekki góður fyrstu 15-20 mínúturnar í þessum leik. Liðið átti því talsvert inni hjá mér. Stundum bara smellur þetta og ég náði að koma með sama krafti inn í seinni hálfleikinn en það má ekki taka neitt af vörninni. Þvílík vinna hjá þeim og þeir voru að neyða þá í erfið skot sem ég hirti bara upp. Það vantaði lítið upp á að þetta gengi upp í síðasta leik en það gekk upp í dag og við mætum bara bjartsýnir inn í næsta leik á sunnudaginn. Núna er mómentið með okkur."
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira