Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 21. apríl 2012 00:01 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira