Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 21. apríl 2012 00:01 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins. Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira