Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 07:23 Nico Rosberg náði sínum fyrsta ráspól á ferlinum með því að rústa hreinlega keppnautum sínum. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira