Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos 20. mars 2012 23:30 Manning með forseta og varaforseta Denver Broncos. Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira
Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. "Ég er mjög spenntur fyrir því að hefja næsta kafla í mínu lífi. Þetta félag ætlar sér að vinna. Ekki eftir tvö eða þrjú ár heldur strax. Við munum reyna við titilinn strax á næsta tímabili," sagði Manning á blaðamannafundinum í kvöld. Manning fór víða og skoðaði aðstæður hjá nokkrum liðum áður en hann tók ákvörðun. Læknar liðanna fengu einnig að skoða hann enda hefur Manning farið í þrjár hálsaðgerðir á einu ári. Hann kastaði síðan fyrir liðin og sagðist hafa verið fullkomlega heiðarlegur með hvað hann gæti og hvað hann gæti ekki. "Mér leið strax vel hér hjá Denver. Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Það mun taka tíma að venjast hlutunum og ég þarf að vinna í mínum málum. Þarf að komast í form og verða góður af meiðslunum. Sú vinna hefst strax." John Elway, varaforseti Broncos, sagði ekki ljóst hvort leikstjórnandinn efnilegi, Tim Tebow, færi frá félaginu þar sem Manning er kominn. "Við erum að skoða það mál og höfum ekki rætt við nein lið um að skipta á honum. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna," sagði Elway en hvernig tók Tebow tíðindunum af því að Manning væri að koma? "Tim er ótrúlegur drengur. Ef ég mætti velja mann til þess að giftast dóttur minni þá væri það hann. Tm tók tíðindunum ótrúlega vel. Sagði að þetta væri jú Manning og hann skildi því vel hvað við værum að gera. Hann er ótrúlegur drengur sem sér alltaf það jákvæða í lífinu." Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundi Manning í kvöld.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira