Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19 Elvar Geir Magnússon skrifar 23. mars 2012 14:29 Mynd/Elvis Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita