Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Safamýrinni skrifar 8. mars 2012 11:35 Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25. Afturelding þurftu nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld, ef þeir töpuðu væru þeir gætu þeir ekki lengur komið sér úr umspilssæti upp á sæti sitt í N1-deild karla. Framarar þurftu einnig á öllum stigunum að halda til að halda uppi baráttu sinni við að komast í úrslitakeppnina en þeir voru í 5. sæti, 3 stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið framan af, þeir tóku forystuna á fyrstu mínútu og héldu henni út fyrri hálfleikinn. Forystan varð þó aldrei meiri en 3 mörk og voru Framarar því aldrei langt undan. Það sama var upp á teningunum í byrjun seinni hálfleiks, gestirnir höfðu frumkvæðið en náðu aldrei að hrista Framara frá sér. Það var svo á 48. mínútu sem Framarar náðu í fyrsta sinn forystunni. Þeir slepptu henni aldrei og náðu að byggja upp gott forskot og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Fram eru því enn í fínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni, þeir eru 2 stigum á eftir HK eftir tap þeirra gegn Akureyri í kvöld. Gestirnir vita hinsvegar nú að þeir þurfa að fara í umspilsleiki upp á sæti sitt í deildinni næsta haust. Róbert Aron Hostert var atkvæðamestur í liði heimamanna með 9 mörk en í liði gestanna var Jóhann Jóhannsson markahæstur með 5. Einar: Skorti sjálfstraust í upphafi„Við vorum virkilega flottir í seinni hálfleik, seinasta korterið var frábært. Við komum okkur aldrei í gang í fyrri en vorum samt bara 2-3 mörkum undir þannig við vorum aldrei langt undan," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vorum rosalega stirðir og smá hræddir í sókninni í upphafi, það kannski skorti smá sjálfstraust eftir léleg úrslit að undanförnu. Við náðum sem betur fer að laga leik okkar í seinni." „Afturelding er eina liðið sem við höfðum ekki unnið í vetur, ég var stressaður fyrir þennan leik og strákarnir voru það eflaust líka. Þeir unnu góðann sigur hérna í haust og þetta er hörku lið. Þeir hafa verið að vinna eða standa í öllum toppliðunum og Reynir er að gera flotta hluti með þetta lið, það er alls ekki sjálfgefið að vinna þá." Eftir leikinn eiga Fram enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Auðvitað ætlum við okkur í úrslitakeppnina, við leggjum þetta upp einn leik í einu. Næsti leikur er núna á sunnudaginn gegn Val og við ætlum okkur sigur þar, við þurfum núna að fara að gíra okkur inn fyrir þann leik," sagði Einar. Reynir: Þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi, við leiddum meirihlutann af leiknum en svo náum við ekki að skora hérna í langann tíma rétt fyrir lokin og það kostaði okkur," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku hérna í lokin hjá okkur til að klára þetta, þeir sáu að við vorum orðnir þreyttir hérna undir lokin. Við vorum skelkaðir þegar við lentum undir og skiptingarnar hjá þeim voru góðar, það var það sem kláraði leikinn hér í kvöld." „Við spiluðum mjög vel fyrstu 48 mínúturnar en svo ganga þeir á lagið, reynslan vó djúpt þar. Ég er hinsvegar ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel í dag, við erum á góðri leið með þetta lið en það vantaði bara herslumuninn í dag." „Við erum búnir að vera að undirbúa okkur undir umspilsleikinn, við ætlum að reyna að undirbúa liðið sem best fyrir það því það er klárt mál að við ætlum að halda sætinu okkar í deildinni," sagði Reynir. Róbert: Ætlum ekki snemma í sumarfrí„Við byrjuðum illa, sérstaklega sóknarlega. Við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og náðum að laga leik okkar, við erum að reyna að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að fá sem flest stig," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við vorum á þeirra tempói fyrstu mínúturnar en við vorum ekki að fara að tapa fleiri stigum gegn þeim, það var ekki möguleiki í okkar bókum. Við sýndum flottan karakter með að stíga upp og gefast aldrei upp." Róbert var atkvæðamestur í liði Fram með 9 mörk. „Ég var þokkalega heitur í skotunum í dag og vonandi get ég bara haldið áfram á þessari braut." „Við höfum sýnt í bikarnum það að við eigum heima í úrslitakeppnum. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina, það er ekki í myndinni að fara svona snemma í sumarfrí." sagði Róbert. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25. Afturelding þurftu nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld, ef þeir töpuðu væru þeir gætu þeir ekki lengur komið sér úr umspilssæti upp á sæti sitt í N1-deild karla. Framarar þurftu einnig á öllum stigunum að halda til að halda uppi baráttu sinni við að komast í úrslitakeppnina en þeir voru í 5. sæti, 3 stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið framan af, þeir tóku forystuna á fyrstu mínútu og héldu henni út fyrri hálfleikinn. Forystan varð þó aldrei meiri en 3 mörk og voru Framarar því aldrei langt undan. Það sama var upp á teningunum í byrjun seinni hálfleiks, gestirnir höfðu frumkvæðið en náðu aldrei að hrista Framara frá sér. Það var svo á 48. mínútu sem Framarar náðu í fyrsta sinn forystunni. Þeir slepptu henni aldrei og náðu að byggja upp gott forskot og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Fram eru því enn í fínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni, þeir eru 2 stigum á eftir HK eftir tap þeirra gegn Akureyri í kvöld. Gestirnir vita hinsvegar nú að þeir þurfa að fara í umspilsleiki upp á sæti sitt í deildinni næsta haust. Róbert Aron Hostert var atkvæðamestur í liði heimamanna með 9 mörk en í liði gestanna var Jóhann Jóhannsson markahæstur með 5. Einar: Skorti sjálfstraust í upphafi„Við vorum virkilega flottir í seinni hálfleik, seinasta korterið var frábært. Við komum okkur aldrei í gang í fyrri en vorum samt bara 2-3 mörkum undir þannig við vorum aldrei langt undan," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vorum rosalega stirðir og smá hræddir í sókninni í upphafi, það kannski skorti smá sjálfstraust eftir léleg úrslit að undanförnu. Við náðum sem betur fer að laga leik okkar í seinni." „Afturelding er eina liðið sem við höfðum ekki unnið í vetur, ég var stressaður fyrir þennan leik og strákarnir voru það eflaust líka. Þeir unnu góðann sigur hérna í haust og þetta er hörku lið. Þeir hafa verið að vinna eða standa í öllum toppliðunum og Reynir er að gera flotta hluti með þetta lið, það er alls ekki sjálfgefið að vinna þá." Eftir leikinn eiga Fram enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Auðvitað ætlum við okkur í úrslitakeppnina, við leggjum þetta upp einn leik í einu. Næsti leikur er núna á sunnudaginn gegn Val og við ætlum okkur sigur þar, við þurfum núna að fara að gíra okkur inn fyrir þann leik," sagði Einar. Reynir: Þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi, við leiddum meirihlutann af leiknum en svo náum við ekki að skora hérna í langann tíma rétt fyrir lokin og það kostaði okkur," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku hérna í lokin hjá okkur til að klára þetta, þeir sáu að við vorum orðnir þreyttir hérna undir lokin. Við vorum skelkaðir þegar við lentum undir og skiptingarnar hjá þeim voru góðar, það var það sem kláraði leikinn hér í kvöld." „Við spiluðum mjög vel fyrstu 48 mínúturnar en svo ganga þeir á lagið, reynslan vó djúpt þar. Ég er hinsvegar ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel í dag, við erum á góðri leið með þetta lið en það vantaði bara herslumuninn í dag." „Við erum búnir að vera að undirbúa okkur undir umspilsleikinn, við ætlum að reyna að undirbúa liðið sem best fyrir það því það er klárt mál að við ætlum að halda sætinu okkar í deildinni," sagði Reynir. Róbert: Ætlum ekki snemma í sumarfrí„Við byrjuðum illa, sérstaklega sóknarlega. Við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og náðum að laga leik okkar, við erum að reyna að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að fá sem flest stig," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við vorum á þeirra tempói fyrstu mínúturnar en við vorum ekki að fara að tapa fleiri stigum gegn þeim, það var ekki möguleiki í okkar bókum. Við sýndum flottan karakter með að stíga upp og gefast aldrei upp." Róbert var atkvæðamestur í liði Fram með 9 mörk. „Ég var þokkalega heitur í skotunum í dag og vonandi get ég bara haldið áfram á þessari braut." „Við höfum sýnt í bikarnum það að við eigum heima í úrslitakeppnum. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina, það er ekki í myndinni að fara svona snemma í sumarfrí." sagði Róbert.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira