Alonso fremstur á síðasta degi æfinga Birgir Þór Harðarson skrifar 10. febrúar 2012 22:15 Ferrari hefur viðurkennt að eiga langt í land með að gera bílinn keppnishæfan en þrátt fyrir það var Alonso fljótastur á æfingum dagsins. nordicphotos/afp Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur Pat Fry, tæknistjóri Ferrari liðsins, áhyggjur af stöðu Ferrari-bílsins. Það háir þeim enn þó það hljóti að vera hvatning fyrir liðið að sjá ökumann sinn efstann á loka degi æfinga. Jean-Eric Vergne á Torro Rosso bíl var annar á æfingunni, þá heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull. Red Bull átti í vandræðum með rafkerfi bílsins og ók Vettel þar af leiðandi aðeins fyrir hádegi. Hamilton var fjórði á McLaren og þá Roman Grosjean á Lotus. Grosjean segir Lotus-bílinn góðann en segir að liðið eigi enn langt í land með að gera hann tilbúinn fyrir keppnistímabilið. Þó svo að Jarno Trulli á Caterham bíl hafi verið síðastur, og heilum tveimur sekúndum á eftir Bruno Senna á Williams, segir hann þetta vera bestu æfingalotu ferilsins. Trulli hefur nú þriðja tímabil sitt hjá liðinu en hann og liðsfélagi hans Heikki Kovalainen hafa það verðuga verkefni að gera Caterham að sterku liði í Formúlunni. Sú vinna hefur hins vegar reynst erfið og hingað til skilað takmörkuðum árangri. Kamui Kobayasi á nýja Sauber C31-bílnum varð sjötti á undan Nico Hulkenberg hjá Force India. Hulkenberg snýr aftur eftir árs starf sem þriðji ökumaður Force India en hann þótti standa sig mjög vel í Williams bíl árið 2010. Stóð frammistaða hans í tímatökum fyrir brasilíska kappakstrurinn uppúr þegar hann setti lélegan Williamsbílinn á ráspól. Liðin leggjast nú yfir gögnin og upplýsingarnar sem þau hafa aflað í vikunni og undirbúa næstu æfingalotu sem verður á Catalunya-brautinni í Barcelona dagana 21.-24. febrúar. Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur Pat Fry, tæknistjóri Ferrari liðsins, áhyggjur af stöðu Ferrari-bílsins. Það háir þeim enn þó það hljóti að vera hvatning fyrir liðið að sjá ökumann sinn efstann á loka degi æfinga. Jean-Eric Vergne á Torro Rosso bíl var annar á æfingunni, þá heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull. Red Bull átti í vandræðum með rafkerfi bílsins og ók Vettel þar af leiðandi aðeins fyrir hádegi. Hamilton var fjórði á McLaren og þá Roman Grosjean á Lotus. Grosjean segir Lotus-bílinn góðann en segir að liðið eigi enn langt í land með að gera hann tilbúinn fyrir keppnistímabilið. Þó svo að Jarno Trulli á Caterham bíl hafi verið síðastur, og heilum tveimur sekúndum á eftir Bruno Senna á Williams, segir hann þetta vera bestu æfingalotu ferilsins. Trulli hefur nú þriðja tímabil sitt hjá liðinu en hann og liðsfélagi hans Heikki Kovalainen hafa það verðuga verkefni að gera Caterham að sterku liði í Formúlunni. Sú vinna hefur hins vegar reynst erfið og hingað til skilað takmörkuðum árangri. Kamui Kobayasi á nýja Sauber C31-bílnum varð sjötti á undan Nico Hulkenberg hjá Force India. Hulkenberg snýr aftur eftir árs starf sem þriðji ökumaður Force India en hann þótti standa sig mjög vel í Williams bíl árið 2010. Stóð frammistaða hans í tímatökum fyrir brasilíska kappakstrurinn uppúr þegar hann setti lélegan Williamsbílinn á ráspól. Liðin leggjast nú yfir gögnin og upplýsingarnar sem þau hafa aflað í vikunni og undirbúa næstu æfingalotu sem verður á Catalunya-brautinni í Barcelona dagana 21.-24. febrúar.
Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira