Gerum kjarasamning! Árni Stefán Jónsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun