Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair 29. desember 2011 05:00 Finnbogi Jónsson Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar. Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar.
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira