Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn 29. desember 2011 06:00 Bernhöftsbakarí Eftir 78 ára sögu í Bergstaðastræti og þar af 28 ár á númer 13 er framtíð Bernhöftsbakarís í götunni í algerri óvissu.Fréttablaðið/Pjetur „Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum," segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu í nóvember hafa eigandi Bergstaðastrætis 13 og eigendur Bernhöftsbakarís hvorki náð saman um nýjan leigusamning né kaupa bakarísins á húsnæðinu sem verið hefur starfsstöð þess í 28 ár. Sigurður Már segir ekkert hafa gerst í málinu að undanförnu enda talist menn ekki við. Vilji eigandinn fá hann út þurfi hann að fá samþykkta útburðarbeiðni. „Þetta eru eflaust miklar lögfræðilegar flækjur. Svo er nú dómskerfið allt á hvolfi," segir bakarameistarinn sem kveðst eiga von á að þurfa að fara út í fyrsta lagi á vormánuðum. Guðmundur Már Ástþórsson, einn þriggja eigenda Mótamanna ehf. sem eiga Bergstaðastræti 13, segir að þar sem leigusamningurinn sé runninn út og ekki hafi verið óskað eftir endurnýjun samningsins eða kaup á húsnæðinu þá gefur það auga leið að Bernhöftsbakarí hljóti að vera að fara. Ekki sé hægt að segja til um hvenær það verði. „Við munum einfaldlega fylgja öllum lögum og reglum í þessu máli sem og öðrum," segir Guðmundur um framhaldið. - gar Fréttir Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
„Ég held bara áfram að vera hérna í rólegheitunum," segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn renni út um áramótin. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu í nóvember hafa eigandi Bergstaðastrætis 13 og eigendur Bernhöftsbakarís hvorki náð saman um nýjan leigusamning né kaupa bakarísins á húsnæðinu sem verið hefur starfsstöð þess í 28 ár. Sigurður Már segir ekkert hafa gerst í málinu að undanförnu enda talist menn ekki við. Vilji eigandinn fá hann út þurfi hann að fá samþykkta útburðarbeiðni. „Þetta eru eflaust miklar lögfræðilegar flækjur. Svo er nú dómskerfið allt á hvolfi," segir bakarameistarinn sem kveðst eiga von á að þurfa að fara út í fyrsta lagi á vormánuðum. Guðmundur Már Ástþórsson, einn þriggja eigenda Mótamanna ehf. sem eiga Bergstaðastræti 13, segir að þar sem leigusamningurinn sé runninn út og ekki hafi verið óskað eftir endurnýjun samningsins eða kaup á húsnæðinu þá gefur það auga leið að Bernhöftsbakarí hljóti að vera að fara. Ekki sé hægt að segja til um hvenær það verði. „Við munum einfaldlega fylgja öllum lögum og reglum í þessu máli sem og öðrum," segir Guðmundur um framhaldið. - gar
Fréttir Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent