Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 07:00 Heimsmethafinn í maraþonhlaupi karla, Patrick Mackau. Nordic Photos / Getty Images Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi." Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira
Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Sjá meira