Skattamálið reynist Venstre harla erfitt 13. desember 2011 11:00 Helle Thorning-Schmidt og Stephen Kinnock Stephen, eiginmaður forsætisráðherra Danmerkur, er sonur Neils Kinnock, fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins.nordicphotos/AFP Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira