Reksturinn enn jafn erfiður og áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2011 07:30 Jón Arnór er hér í leik með íslenska landsliðinu gegn Svartfjallalandi árið 2008.fréttablaðið/arnþór Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum. Ákvörðunin hefur legið í loftinu enda réði KKÍ Svíann Peter Öqvist í starf landsliðsþjálfara fyrr á þessu ári og keppti liðið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð nú í sumar. Kvennalandsliðið er enn án þjálfara en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þjálfari verði ráðinn á næstu tveimur vikum. Ákveðið hefur verið að senda lið á Norðurlandamót kvenna í Osló í vor. „Það var í raun bara tímaspursmál hvenær þessi ákörðun yrði formlega tekin,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Rétt ákvörðunKKÍ fór í mikinn niðurskurð á þessum vettvangi fyrir fáeinum árum og segir Hannes að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Við höfum náð skuldum sambandsins niður að verulegu leyti á þessum tíma. Okkur hefði annars aldrei tekist það á þessum tveimur árum og þvert á móti aukið við skuldirnar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og við höfum hugsað mikið um hana. En ég tel að hún hafi verið rétt,“ segir Hannes. „Hún var líka góð að því leyti að hún vakti til umhugsunar hvað þyrfti til að taka þátt í afreksstarfi sem þessu. Það er mjög dýrt og vitum við til að mynda ekki enn hvernig við ætlum að fjármagna rekstur landsliðanna næsta sumar,“ segir Hannes, en Ísland mun taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Ekkert hefur breystHannes segir að ekkert hafi í raun breyst í rekstarumhverfi sambandsins sem muni auðvelda rekstur landsliðanna nú. „Nema að við höfum náð skuldunum það mikið niður að við erum ekki lengur með þungan skuldabagga í eftirdragi. Við þurfum enn að fjármagna þessi verkefni sem við stöndum frammi fyrir og því miður hefur ríkisvaldið ekki staðið sig þegar kemur að því að styðja við afreksstarf í íþróttum á Íslandi,“ segir Hannes og bætir við: „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru erfiðir tímar á Íslandi í dag en ef það er vilji ríkisvaldsins og í raun þjóðarinnar allrar að halda úti afreksstarfi í íþróttum verður að styðja almennilega við það með viðeigandi fjárframlögum. Annars gengur slíkt starf aldrei upp, sama í hvaða íþrótt sem er.“ Forráðamenn KKÍ munu nú leita sér styrktaraðila til að geta sent landslið Íslands til þátttöku í alþjóðlegum keppnum. „Við teljum okkur geta fundið þetta fjármagn og ætlum okkur að gera það,“ segir Hannes. Áhuginn skilar sér til landsliðsinsHannes segir að KKÍ hafi fundið fyrir auknum áhuga á körfuboltaíþróttinni hér á landi, sérstaklega í Iceland Express-deildunum og víðar, og vonast til að hægt verði að yfirfæra þann áhuga á landsliðið. „Við höfum mikið verið spurðir út í landsliðsmálin, enda sjá menn að við höfum ýmislegt fram að færa á þessu sviði. Körfuboltaáhuginn mun því nýtast landsliðinu vel,“ segir Hannes. Undankeppni EM fer nú fram með nýju sniði, en keppt verður með riðlafyrirkomulagi líkt og þekkist í fótbolta og handbolta. Það er því möguleiki á að Ísland dragist í riðil með sterku liði og að hingað til landsins komi þekktar kempur. Dregið verður 4. desember næstkomandi en allir leikirnir í undankeppninni fara fram á tímabilinu 15. ágúst til 11. september á næsta ári. „Fyrir þessum breytingum höfum við verið að berjast undanfarin ár og rann okkur því blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu nú,“ segir Hannes, en Ólafur Rafnsson, fyrrverandi forseti KKÍ og núverandi formaður FIBA Europe, Körfuknattleikssambands Evrópu, átti stóran þátt í því að fyrirkomulaginu var breytt. „Þetta var í raun ákveðið á fyrsta fundi stjórnar FIBA Europe eftir að hann tók við. Hann fékk stuðning til þess og þetta er breyting sem þessi keppni þurfti á að halda.“ Dominos-deild karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum. Ákvörðunin hefur legið í loftinu enda réði KKÍ Svíann Peter Öqvist í starf landsliðsþjálfara fyrr á þessu ári og keppti liðið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð nú í sumar. Kvennalandsliðið er enn án þjálfara en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þjálfari verði ráðinn á næstu tveimur vikum. Ákveðið hefur verið að senda lið á Norðurlandamót kvenna í Osló í vor. „Það var í raun bara tímaspursmál hvenær þessi ákörðun yrði formlega tekin,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Rétt ákvörðunKKÍ fór í mikinn niðurskurð á þessum vettvangi fyrir fáeinum árum og segir Hannes að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Við höfum náð skuldum sambandsins niður að verulegu leyti á þessum tíma. Okkur hefði annars aldrei tekist það á þessum tveimur árum og þvert á móti aukið við skuldirnar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og við höfum hugsað mikið um hana. En ég tel að hún hafi verið rétt,“ segir Hannes. „Hún var líka góð að því leyti að hún vakti til umhugsunar hvað þyrfti til að taka þátt í afreksstarfi sem þessu. Það er mjög dýrt og vitum við til að mynda ekki enn hvernig við ætlum að fjármagna rekstur landsliðanna næsta sumar,“ segir Hannes, en Ísland mun taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Ekkert hefur breystHannes segir að ekkert hafi í raun breyst í rekstarumhverfi sambandsins sem muni auðvelda rekstur landsliðanna nú. „Nema að við höfum náð skuldunum það mikið niður að við erum ekki lengur með þungan skuldabagga í eftirdragi. Við þurfum enn að fjármagna þessi verkefni sem við stöndum frammi fyrir og því miður hefur ríkisvaldið ekki staðið sig þegar kemur að því að styðja við afreksstarf í íþróttum á Íslandi,“ segir Hannes og bætir við: „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru erfiðir tímar á Íslandi í dag en ef það er vilji ríkisvaldsins og í raun þjóðarinnar allrar að halda úti afreksstarfi í íþróttum verður að styðja almennilega við það með viðeigandi fjárframlögum. Annars gengur slíkt starf aldrei upp, sama í hvaða íþrótt sem er.“ Forráðamenn KKÍ munu nú leita sér styrktaraðila til að geta sent landslið Íslands til þátttöku í alþjóðlegum keppnum. „Við teljum okkur geta fundið þetta fjármagn og ætlum okkur að gera það,“ segir Hannes. Áhuginn skilar sér til landsliðsinsHannes segir að KKÍ hafi fundið fyrir auknum áhuga á körfuboltaíþróttinni hér á landi, sérstaklega í Iceland Express-deildunum og víðar, og vonast til að hægt verði að yfirfæra þann áhuga á landsliðið. „Við höfum mikið verið spurðir út í landsliðsmálin, enda sjá menn að við höfum ýmislegt fram að færa á þessu sviði. Körfuboltaáhuginn mun því nýtast landsliðinu vel,“ segir Hannes. Undankeppni EM fer nú fram með nýju sniði, en keppt verður með riðlafyrirkomulagi líkt og þekkist í fótbolta og handbolta. Það er því möguleiki á að Ísland dragist í riðil með sterku liði og að hingað til landsins komi þekktar kempur. Dregið verður 4. desember næstkomandi en allir leikirnir í undankeppninni fara fram á tímabilinu 15. ágúst til 11. september á næsta ári. „Fyrir þessum breytingum höfum við verið að berjast undanfarin ár og rann okkur því blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu nú,“ segir Hannes, en Ólafur Rafnsson, fyrrverandi forseti KKÍ og núverandi formaður FIBA Europe, Körfuknattleikssambands Evrópu, átti stóran þátt í því að fyrirkomulaginu var breytt. „Þetta var í raun ákveðið á fyrsta fundi stjórnar FIBA Europe eftir að hann tók við. Hann fékk stuðning til þess og þetta er breyting sem þessi keppni þurfti á að halda.“
Dominos-deild karla Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira