Flest félögin ekki í samkeppni 11. nóvember 2011 06:30 Gunnar Andersen Fjármálaeftirlitið sagði frá því í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda að 137 fyrirtæki í óskyldum rekstri væru í fangi bankanna. Þorri þeirra 137 félaga sem eru í höndum íslenskra fjármálafyrirtækja liggur hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Landsbankinn á hlut í flestum félögum. Fréttablaðið greinir frá því um hvaða félög er að ræða. Alls eru 137 félög í óskyldri starfsemi í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja í dag. Þetta kom fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækin skiluðu inn til Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrr á þessu ári. Rúm 80% þessara félaga liggja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur; Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum sem þeir hafa sent frá sér í þessari viku. Félögin eru af margvíslegum toga og flest þeirra eru ekki rekstrarfélög sem starfa í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki. Fréttablaðið fer yfir hvaða félög þetta eru hér fyrir neðan. Samkvæmt lögum mega bankar einungis eiga fyrirtæki í óskyldri starfsemi í 12 mánuði án þess að leita eftir undanþágu vegna þess eignarhalds hjá FME. Dæmi eru um að bankar, eða dótturfélög þeirra, hafi átt fyrirtæki sem keppa á samkeppnismarkaði í meira en 30 mánuði. Þau tímamörk voru sett inn í lög um fjármálafyrirtæki í fyrrasumar. Frá og með 25. júní 2011 hafa bankar þurft að sækja um undanþágu til að eiga fyrirtæki í lengri tíma en ár. FME hefur haft virkt eftirlit með því að þessu sé hlýtt og Gunnar Andersen, forstjóri eftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag að það væri tilbúið að beita viðurlögum gegn bönkum sem draga að selja fyrirtæki í óskyldum rekstri. Fréttablaðið greindi frá því í lok síðustu viku að bankarnir hefðu sótt um 68 undanþágur frá þessum lögum. Þær voru allar samþykktar en FME hefur ekki viljað gefa upp hversu langir frestir hafa verið veittir né um hvaða félög er að ræða. Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Þorri þeirra 137 félaga sem eru í höndum íslenskra fjármálafyrirtækja liggur hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Landsbankinn á hlut í flestum félögum. Fréttablaðið greinir frá því um hvaða félög er að ræða. Alls eru 137 félög í óskyldri starfsemi í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja í dag. Þetta kom fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækin skiluðu inn til Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrr á þessu ári. Rúm 80% þessara félaga liggja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur; Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum sem þeir hafa sent frá sér í þessari viku. Félögin eru af margvíslegum toga og flest þeirra eru ekki rekstrarfélög sem starfa í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki. Fréttablaðið fer yfir hvaða félög þetta eru hér fyrir neðan. Samkvæmt lögum mega bankar einungis eiga fyrirtæki í óskyldri starfsemi í 12 mánuði án þess að leita eftir undanþágu vegna þess eignarhalds hjá FME. Dæmi eru um að bankar, eða dótturfélög þeirra, hafi átt fyrirtæki sem keppa á samkeppnismarkaði í meira en 30 mánuði. Þau tímamörk voru sett inn í lög um fjármálafyrirtæki í fyrrasumar. Frá og með 25. júní 2011 hafa bankar þurft að sækja um undanþágu til að eiga fyrirtæki í lengri tíma en ár. FME hefur haft virkt eftirlit með því að þessu sé hlýtt og Gunnar Andersen, forstjóri eftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag að það væri tilbúið að beita viðurlögum gegn bönkum sem draga að selja fyrirtæki í óskyldum rekstri. Fréttablaðið greindi frá því í lok síðustu viku að bankarnir hefðu sótt um 68 undanþágur frá þessum lögum. Þær voru allar samþykktar en FME hefur ekki viljað gefa upp hversu langir frestir hafa verið veittir né um hvaða félög er að ræða.
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira