15 milljarða króna gjöf ríkisins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki. Ríkissjóður hefði getað fengið um 16 milljarða króna í sinn hlut fyrir úthlutun veiðileyfisins, ef stuðst er við verð sem útvegsmenn sjálfir hafa verið reiðubúnir að greiða og forsendur Alþingis við viðbótarúthlutun á skötusel. Það var látið ógert og ríkissjóður tekur sér aðeins um 730 milljónir króna. Mismunurinn er um 15 milljarðar króna. Minna má nú gagn gera útvegsmönnum til þægðar. Veiðigjald til ríkisins fyrir makríl voru heilir 90 aurar fyrir hvert kg, 71 eyrir fyrir kg af síld og verða 95 aurar fyrir loðnuna á veiðunum í vetur. Færeyingar héldu uppboð á makrílkvóta í sumar og fengu 1,6 milljarða króna fyrir 20.000 tonn eða 80 kr/kg að meðaltali. Samherji keypti kvóta á uppboðinu og greiddi 100 kr fyrir hvert kg. Ríkið hefði getað fengið 9 milljarða króna fyrir makrílveiðarnar í stað 140 milljóna kr. samkvæmt forsendum, sem ég geri frekar grein fyrir á heimasíðu minni kristinn.is. Fyrir síldina og loðnuna má ætla að ríkið geti fengið um 7 milljarða króna í sinn hlut, en mun aðeins fá um 590 milljónir króna. Fyrir mismuninn má reka Landspítalann í hálft ár. Það þyrfti ekki að skera niður starfsemi sjúkrahússins á Húsavík og Ísafirði niður fyrir sársaukamörk. Það þyrfti ekki að loka annarri líknardeild Landspítalans. Það þyrfti ekki að svíða kaupmáttinn af gamla fólkinu og örorkulífeyrisþegum með því að láta bætur ríkisins ekki hækka til jafns við verðlagsbreytingar. Hvers vegna þarf að hlífa útvegsmönnum í myljandi gróðastarfsemi við því að taka sanngjarnan þátt í rekstri ríkissjóðs á erfiðum tímum? Hvers vegna hlífir ríkisstjórnin frekar útvegsmönnum en öldruðum og sjúkum? Svona eiga jafnaðarmenn ekki að gera.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar