Boða 320 milljarða sveiflu 28. október 2011 05:45 Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Það er mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni gerbylta rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Ný úttekt fyrirtækisins, sem unnin var fyrir LÍÚ, sýnir að neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna yrðu um 320 milljarðar króna á fimmtán árum. Jafnframt yrði að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir fyrir 212 milljarða. Afskriftir af þessari stærðargráðu myndu hafa slík áhrif á eigið fé fyrirtækja að gjaldþrot blasti við mörgum þeirra. Höggið yrði þungt fyrir helstu lánastofnanir sjávarútvegsins, sérstaklegaLandsbankann vegna samsetningar lánasafns bankans. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir fernt myndu hafa neikvæð áhrif á sjóðstreymi fyrirtækjanna, en hugtakið stendur fyrir breytingar á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili. „Viðsnúningurinn yrði sá að öfugt við jákvætt sjóðstreymi um 150 milljarða yrði það neikvætt um 170 milljarða króna. Það sem hefur áhrif er bann við framsali aflaheimilda, hækkun veiðigjalds og pottarnir.“ Deloitte, líkt og Landsbankinn, gefur sér einnig þær forsendur, að fyrirtækin þurfi að borga niður allar skuldir sínar á fimmtán árum, sem gangi gegn eðlilegum rekstri. „Menn fjárfesta og taka ný lán í eðlilegu kerfi,“ segir Þorvarður og bætir við að ekkert svigrúm verði til eðlilegrar uppbyggingar verði af boðuðum breytingum. Samkvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reglum um reikningsskil þyrfti að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax. „Það er okkar niðurstaða að þessi eign yrði ekki lengur til staðar og hefði samsvarandi neikvæð áhrif á eigið fé fyrirtækjanna.“ Nefndar aflaheimildir í efnahagsreikningum fyrirtækjanna eru rúmir 212 milljarðar. Spurður um áhrif þessa segir Þorvarður að þetta drepi fyrirtækin en komi ekki síður illa vð lánastofnanir, sérstaklega Landsbankann. Ríkið, sem eigandi bankans, þyrfti að öllum líkindum að leggja Landsbankanum til fé til að standast áfallið, að mati Þorvarðar. - shá
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira