Bíll á breskum númerum tilbúinn til smygls á úrum 27. október 2011 03:30 Blaðamannafundur lögreglu, vopnað rán, Frank Michelsen úrsmiði Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira