Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár 27. október 2011 04:00 hörður arnarson Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira