Kanna rekstur Arion banka á Pennanum 26. október 2011 03:30 Höskuldur ólafsson Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugsanlegar úrbætur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skildar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Pennans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg einstaklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flóknari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varðandi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira