Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð 13. október 2011 00:00 Dacian Ciolos Landbúnaðar- og byggðaþróunarstjóri Evrópusambandsins kynnti fyrstu drögin að nýrri landbúnaðarstefnu.fréttablaðið/AP Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira