Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun