Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring 12. október 2011 04:00 alþingi Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig.fréttablaðið/gva jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira