Pistillinn: Gefðu boltann! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2011 07:00 Hólmfríður var lítið í því að gefa boltann gegn Glasgow. Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs. Innlendar Pistillinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira