Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar 15. september 2011 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun