Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar 5. september 2011 06:00 Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun