Uppreisnarmenn sækja fram 3. september 2011 04:00 Ónefndur listamaður hefur málað mynd af Gaddafí á húsvegg í Trípólí. Á myndinni má sjá einræðisherrann fyrrverandi forða sér á hlaupum með peninga í poka.nordicphotos/AFP Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira