Pistill frá Eddu Garðarsdóttur: Griðastaður Edda Garðarsdóttir skrifar 3. september 2011 09:00 Edda Garðarsdóttir Mynd/Ossi Ahola Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista aukakílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einkalífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skammdegisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröðinni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira