Sama bókin, sitthvor skatturinn Kristján B. Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar