Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju 25. ágúst 2011 02:30 Minnast Baráttukonu Anna Politkovskaja, sem var myrt árið 2006, er orðin að eins konar táknmynd fyrir baráttu gegn spillingu og ofbeldi gegn andófsfólki í Rússlandi. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj
Fréttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira