Lessurnar í Úganda Davíð Þór Jónsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við „ítrekaðri samkynhneigð“. Árið 2009 var frumvarp enn fremur lagt fyrir þing Úganda þar sem krafist var dauðarefsingar yfir samkynhneigðum. Vegna alþjóðlegs þrýstings var frumvarpið þó dregið til baka. Frumvarpið naut samt víðtæks stuðnings í Úganda. Hommahatrið er svo viðurkennt að í fyrra vogaði úgandska tímaritið Rolling Stone (sem ekki má rugla saman við alþjóðlega popptímaritið) sér að birta myndir af hundrað yfirlýstum hommum, kalla þá „þjóðarskömm“ og hvetja til þess að þeir yrðu allir hengdir. Í janúar á þessu ári var einn þeirra, David Kato, síðan myrtur á heimili sínu í Kampala. Morðingjarnir sáust flýja af vettvangi í bifreið. Lögreglan hefur skráningarnúmerið undir höndum en morðingjarnir ganga enn lausir. Ritstjóri tímaritsins þrætir enn fyrir að samband sé á milli morðsins og greinarinnar. Það er auðvelt að fallast hendur frammi fyrir þessari grimmd. Það er auðvelt að gefast upp fyrir illsku heimsins. Það er of auðvelt. Það er líka auðvelt að fyllast vanþóknun og krefjast þess að þróunaraðstoð við Úganda sé dregin til baka þangað til ofsóknunum linni. En hvað leiðir það af sér? Skort á almennilegri fullorðinsfræðslu einmitt þar sem hennar er mest þörf. Bandarísk trúfélög með höfuðstöðvar í biblíubeltinu, sem reka meint hjálparstarf en einkum þó áróður gegn samkynhneigðum, yrðu þá ein um hituna í Úganda. Það myndi ekki hjálpa Köshu og vinum hennar, það myndi gera illt verra fyrir þau. Það er líka auðvelt að búa til stuttermaboli og skilti gegn hommaofsóknum í Úganda og hafa hátt úti á götum á Vesturlöndum. Ég vil ekki gera lítið úr mórölskum stuðningi, en það sem gerir málstaðnum þó mest gagn er að Kasha og vinir hennar njóti verndar gegn ribbaldaflokkum, hafi öruggt húsnæði fyrir réttindabaráttu sína og – það sem hljómar í okkar eyrum of einfalt og sjálfsagt til að okkur hugkvæmist að það geti haft úrslitaáhrif – óheftan aðgang að ljósritunarvél. Allt þetta veitir Amnesty International Köshu og félögum hennar í Úganda. Ef þú vilt raunverulega hjálpa geturðu gerst félagi á heimasíðu Íslandsdeildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við „ítrekaðri samkynhneigð“. Árið 2009 var frumvarp enn fremur lagt fyrir þing Úganda þar sem krafist var dauðarefsingar yfir samkynhneigðum. Vegna alþjóðlegs þrýstings var frumvarpið þó dregið til baka. Frumvarpið naut samt víðtæks stuðnings í Úganda. Hommahatrið er svo viðurkennt að í fyrra vogaði úgandska tímaritið Rolling Stone (sem ekki má rugla saman við alþjóðlega popptímaritið) sér að birta myndir af hundrað yfirlýstum hommum, kalla þá „þjóðarskömm“ og hvetja til þess að þeir yrðu allir hengdir. Í janúar á þessu ári var einn þeirra, David Kato, síðan myrtur á heimili sínu í Kampala. Morðingjarnir sáust flýja af vettvangi í bifreið. Lögreglan hefur skráningarnúmerið undir höndum en morðingjarnir ganga enn lausir. Ritstjóri tímaritsins þrætir enn fyrir að samband sé á milli morðsins og greinarinnar. Það er auðvelt að fallast hendur frammi fyrir þessari grimmd. Það er auðvelt að gefast upp fyrir illsku heimsins. Það er of auðvelt. Það er líka auðvelt að fyllast vanþóknun og krefjast þess að þróunaraðstoð við Úganda sé dregin til baka þangað til ofsóknunum linni. En hvað leiðir það af sér? Skort á almennilegri fullorðinsfræðslu einmitt þar sem hennar er mest þörf. Bandarísk trúfélög með höfuðstöðvar í biblíubeltinu, sem reka meint hjálparstarf en einkum þó áróður gegn samkynhneigðum, yrðu þá ein um hituna í Úganda. Það myndi ekki hjálpa Köshu og vinum hennar, það myndi gera illt verra fyrir þau. Það er líka auðvelt að búa til stuttermaboli og skilti gegn hommaofsóknum í Úganda og hafa hátt úti á götum á Vesturlöndum. Ég vil ekki gera lítið úr mórölskum stuðningi, en það sem gerir málstaðnum þó mest gagn er að Kasha og vinir hennar njóti verndar gegn ribbaldaflokkum, hafi öruggt húsnæði fyrir réttindabaráttu sína og – það sem hljómar í okkar eyrum of einfalt og sjálfsagt til að okkur hugkvæmist að það geti haft úrslitaáhrif – óheftan aðgang að ljósritunarvél. Allt þetta veitir Amnesty International Köshu og félögum hennar í Úganda. Ef þú vilt raunverulega hjálpa geturðu gerst félagi á heimasíðu Íslandsdeildarinnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun