Kolbeinn Proppé og Landspítalinn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi blaðamaður og fyrrverandi varaborgarfulltrúi R-listans og oddviti VG í Suðurkjördæmi, skrifar um mig í Fréttablaðinu sl. fimmtudag. Ég kemst ekki hjá því að leiðrétta rangfærslur í grein hans. Kolbeinn segir: „Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð fram úr fjárlögum.“ Nú er skemmst frá því að segja að ég var ráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Það gerir 20 mánuði. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að hallinn hafi verið 5,1 milljarður er mér hulin ráðgata. Því síður skil ég af hverju hann er að skamma mig fyrir rekstur Landspítalans. Kolbeinn veit að ég tók á rekstri Landspítalans þegar ég var ráðherra. Þá hafði verið gríðarlegur halli á spítalanum í mörg ár. Ég greip til aðgerða og setti m.a. af stað nefnd sem þáverandi forstjóri kallaði tilsjónarnefnd. Í framhaldinu kom ég á faglegri stjórn á spítalanum og nýr forstjóri var ráðinn eftir auglýsingu, en það hafði ekki verið gert áður. Árangurinn skilaði sér ekki eingöngu í betri rekstri heldur einnig í meiri afköstum á spítalanum. Styttri biðlistum, meiri þjónustu o.s.frv. Á forsíðu Fréttablaðsins hinn 29. ágúst 2008 er frétt um bættan rekstur spítalans og þar kemur fram að hallinn eftir sex mánuði var 0,8% miðað við 5,5% á sama tíma árið á undan. Niðurstaðan var 0,6% halli á rekstri en vegna falls krónunnar var heildarhallinn meiri. Landspítalinn hefur þá sérstöðu á meðal ríkisstofnana að rekstur hans er að nokkrum hluta háður gengi krónunnar, aðallega vegna lyfjakaupa. Það hefur enginn mér vitanlega haldið því fram að stjórnendur spítalans eða ráðherra heilbrigðismála geti haft stjórn á gengi krónunnar. Það má nefna fleiri dæmi um það hvernig ég tók á rekstrarvanda stofnana og hvernig ég vann að sparnaði og bættri þjónustu. Ég fór óhræddur í þau verk og ég fagna því ef fjölmiðlar sýna því áhuga og skoða verk mín og árangur. Það að taka á rekstrarvanda opinberra stofnana fyrir hrun var vanþakklátt og einmanalegt starf. Ég var gagnrýndur harðlega og þá sérstaklega af félögum Kolbeins í VG. Gagnrýnin var oft á tíðum persónuleg og rætin. Það sem mér finnst verst við skrif Kolbeins er að hann veit betur. Ég gaf honum líka tækifæri til að leiðrétta rangfærslurnar en hann kaus að gera það ekki.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun